Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Prestur, læknir, kennari

Í gamla daga var virðingarvert starf að vera prestur, læknir og kennari. Hvað er virðingarvert í dag? Í mínum huga er virðingarvert að leggja hönd á plóg og láta gott af mer leiða. Sýnum kennurum, á hvaða skólastigi sem þeir starfa, virðingu. Þeir hafa það hlutverk að sinna uppeldi og menntun barna okkar, það er í þeirra höndum að gefa börnum okkar tækifæri til að verða sjálfbjarga þjóðfélagsþegnar, innræta gildi okkar Íslendinga og efla færni þeirra í nútímasamfélagi. Siðast en ekki síst, að gefa þeim von um góða framtíð. Sýnum kennurum og þeirra flókna og óeigingjarna starfi virðingu í orði og verki. Hrósum þeim, þökkum þeim og látum þá vita að við erum þakklát fyrir störf þeirra þegar við erum upptekin við önnur störf sem einnig eru mikilvægur hlekkur í okkar góða samfélagi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband